Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílvelta á Garðskagavegi
Hálka getur verið varasöm. Myndin er úr safni og tengist ekki meðfylgjandi frétt.
Mánudagur 9. desember 2013 kl. 13:02

Bílvelta á Garðskagavegi

Bíll valt á Garðskagavegi um miðjan dag í gær. Fljúgandi hálka var á veginum, sem varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór eina veltu utan vegar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist ökumaðurinn ekki og gat ekið bifreiðinni af vettvangi þótt hún væri töluvert skemmd.

Lögregla bendir íbúum umdæmisins á að mikil hálka er víðast hvar og því ástæða til að fara varlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024