Bílvelta á flughálli Reykjanesbraut
Rétt er að vara við því að Reykjanesbrautin er flughál þessa stundina. Þegar klukkuna vantaði 25 mínútur í tvö valt bifreið við Kúagerði. Par með ungt varn var í bílnum. Þrír sjúkrabílar frá Brunavörnum Suðurnesja og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út ásamt tækjabíl. Fólkið slapp allt án alvarlegra meiðsla en var flutt á Landsspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi til skoðunar.
Skömmu síðar fór önnur bifreið útaf á þessum slóðum en þar urðu ekki meiðsl á fólki, segir í fréttaskeyti frá Brunavörnum Suðurnesja.
Ljósmynd: Kristján Helgi