Bílvelta á Brautinni
Bílvelta varð í morgun á Reykjanesbraut, skammt innan við Vogaafleggjara. Tvennt var í bílnum. Ökumaður hans slasaðist lítillega en farþegi meira. Ekki er vitað nánar um meiðsl að svo komnu máli. Hálkublettir voru á Reykjanesbraut í morgun, sem var orsök slyssins.
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í morgun. Að sögn lögreglu virðist margur ökumaðurinn vera að flýta sér þessa dagana og hagar því ekki akstri eftir aðstæðum. Ekki er gott að segja hvort það er hið alræmda jólastress sem fer svona í ökumenn.
VFmynd/elg – Frá vettvangi í morgun.