Bilun veldur töfum hjá Iceland Express
Flugvél frá Iceland Express bilaði á Keflavíkurflugvelli í dag og varð því röskun á flugi félagsins til London. Viðgerð verður lokið síðdegis í dag.
Bilunin varð í hæðarstýri, en varahlutir voru ekki til á landinu, Þeir eru nú væntanlegir til landsins með leigflugvél á vegum félagsins. Vegna bilunar seinkar einnig síðdegisflugi til Kaupmannahafnar. Flugáætlun kvað á um brottför kl. 14.50 en nú hefur henni verið seinkað til 22:30.
Ólafur Hauksson, blaðafulltrúi Iceland Express sagði í samtali við Morgunblaðið að ferðir félagins til landsins í dag frá Kaupmannahöfn og London raskist hins vegar ekki.
Af vef Morgunblaðsins