Bílum stolið í Reykjanesbæ
Tveir bílþjófnaðir hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Á miðvikudaginn var Mitsubishi Lancer stolið í Reykjanesbæ. Sá bíll er fundinn. Hins vegar hefur lögreglan lýst eftir svartri Toyotu Avensis sem stolið var í gær í Reykjanesbæ. Síðast sást til bifreiðarinnar til móts við Straumsvík á leið til höfuðborgarsvæðisins. Skráningarnúmer hennar er YV-212.