Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílþjófnaður í Sandgerði
Miðvikudagur 30. nóvember 2005 kl. 09:49

Bílþjófnaður í Sandgerði

Rauðri Peugeot 106 fólksbifreið með skráningarnúmerið KL-375 var stolið í Sandgerði á tímabilinu frá 17:30 til 23:00 í gærkvöldi. Bifreiðin hafði staðið á bifreiðastæði við Brekkustíg í Sandgerði.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir um að snúa sér til lögreglu.

Nokkrar bifreiðar utan við Fjölbrautarskóla Suðurnesja í gær fengu á sig sektarmiða þar sem þeim hafði verið lagt ólöglega.

Þá var eigandi einnar bifreiðar boðaður með bifreið sína til skoðunar og einn maður gisti fangaklefa lögreglunnar í nótt vegna neyslu ávana- og eða fíkniefna.

Myndin sýnir bíl af sömu gerð og sá sem stolið var

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024