Bílstjórar láti vita strax verði þeir varir við ísingu á Grindavíkurvegi
Í tilefni tíðra slysa á Grindavíkurvegi í upphafi árs óskaði bæjarráð eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um tíðni og framkvæmd snjómoksturs og hálkueyðingar á Grindavíkurvegi. Á fundi umferðaröryggishóps Grindavíkurbæjar á dögunum mætti fulltrúi Vegagerðarinnar þar sem hann fór m.a. yfir þessi mál. Í minnisblaði af fundinum sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs í gær kemur fram að Vegagerðin tekur fram að Grindavíkurvegur er í A flokki líkt og Reykjanesbrautin varðandi forgang á snjóruðningi og söltun.
Vegagerðin ráðgerir að setja mæla sem mæla yfirborðshita á nokkurra þekktra hálkukafla á landinu og verður það líklega gert á Grindavíkurvegi. Vegagerðin hvetur jafnframt bílstjóra til að láta vita ef þeir verða varir við ísingu með því að hringja í Vegagerðina í síma 1777.