Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílslys á gatnamótum Faxabrautar og Skólavegar
Mánudagur 27. júní 2005 kl. 20:50

Bílslys á gatnamótum Faxabrautar og Skólavegar

Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) eftir tveggja bíla árekstur á gatnamótum Faxabrautar og Skólavegar, laust fyrir klukkan 19. Aðrir voru fluttir til aðhlynningar, upp á HSS að skýrslutöku lokinni og fengu svo að fara heim.

Að sögn lögreglu virðist sem ökumaður Nissan bifreiðarinnar hafi ætlað að taka framúr Benz bifreiðinni en lenti í stað þess á afturenda bílsins. Ökumaðurinn á Nissan bílnum lenti í nærliggjandi garði en að sögn húseiganda voru heimilismenn innanhúss þegar slysið varð.

Töluvert sér á bílunum og telja má öruggt, með að skoða framrúðu Nissan bifreiðarinnar, að farþegi í bílnum af gerðinni Nissan hafi ekki verið í bílbelti.

Rannsókn málsins stendur nú yfir en lögreglan þurfti á aðstoð túlks að halda þar sem einn sem á hlut í máli er af erlendu bergi brotinn.


 

 

 

 

 

 

 

VF-mynd/Margrét

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024