Bílskúraþjófur er fundinn
Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú í fórum sínum veiðibúnað sem fannst meðal muna hjá karlmanni sem hafði stundað um nokkurt skeið að fara inn í bílskúra í Reykjanesbæ og láta greipar sópa, síðast í byrjun þessa árs. Maðurinn var í síðasta mánuði dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir umrædd brot.
Lögregla vill beina því til þeirra sem kunna að sakna veiðibúnaðar úr bílskúrum sínum að hafa samband við lögreglustöð i síma 4442200.