Bílskúrar verða íbúðir

Fjórar umsóknir voru á borði umhverfis- og skipulagsyfirvalda í Reykjanesbæ í síðustu viku þar sem óskað er eftir því að breyta bílskúrum í íbúðarhúsnæði.

Bílskúrar við Faxabraut 8, Brekkubraut 7 og Hátún 20 verða brátt íbúðir og bílskúr að Sólvallagötu 32 bíður þess að fara í grenndarkynningu. Berist ekki athugasemdir nágranna má búast við að framkvæmdin verði samþykkt.