Bílrúðubrjótur enn á ferð
Bílrúðubrjótur var enn á ferð við Heiðarberg í Keflavík í nótt. Rúður voru brotnar í ruslabíl frá Njarðtaki sem stóð við götuna. Þetta er í annað skiptið á réttri viku sem rúður eru brotnar í þessum ruslabíl.Málið hefur verið kært til lögreglu en starfsmenn Njarðtaks hafa ákveðna aðila grunaða og hefur lögreglu verið greint frá því.