Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll valt á Vatnsleysustrandarvegi
Mánudagur 18. ágúst 2008 kl. 07:18

Bíll valt á Vatnsleysustrandarvegi

Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu, snemma í gærmorgun, um bílveltu á Vatnleysustrandarvegi skammt frá Vogum.  Tveir aðilar voru í bifreiðinni og voru fluttir til Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar en meiðsl þeirra reyndust minniháttar. Grunur er um ölvun við akstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Um miðjan dag í gær stöðvuðu lögreglumenn ökumann á Reykjanesbraut og var viðkomandi færður til lögreglustöðvar vegna meintrar ölvunar við akstur.

 

Bifreið var stolið við Gerðavelli í Grindavík og er málið í  rannsókn.

 

Af vef lögreglunnar á Suðurnesjum.