Bíll valt á Reykjanesbraut rétt fyrir hádegi

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut, skammt frá Fitjum, núna rétt fyrir hádegið með þeim afleiðingum að bíllinn valt eftir veginum en endaði ekki utan vegar. Engin teljandi meiðsli varð á ökumanni bifreiðarinnar en hann var þó fluttur inn á heilsugæslu til skoðunar. Ökumaður var einn í bílnum og taldi lögregla að um aðsvif hafi verið að ræða en bíllinn var óökufær eftir veltuna.
Myndir: Siggi Jóns – [email protected]




 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				