Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 7. apríl 2003 kl. 11:58

Bíll valt á Garðvegi í morgun

Tilkynnt var um bílveltu á Garðvegi skammt norðan við Golfskálann í Leiru í morgun. Þarna hafði ökumaður, sem var einn í bílnum, á leið norður Garðveg misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór útaf veginum. Bifreiðin valt og endastakkst en endaði á hjólunum. Ökumaðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður og fékk að fara til síns heima að lokinni læknisskoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Krapi var á veginum þegar slysið varð, en ekki teljandi hálka.

Morgunblaðið greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024