Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll valt á Garðskagavegi
Þriðjudagur 29. janúar 2013 kl. 07:11

Bíll valt á Garðskagavegi

Það óhapp varð um helgina að stúlka sem ók eftir Garðskagavegi missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og staðnæmdist á toppnum utan vegar. Stúlkan var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hún reyndist hafa sloppið ómeidd. Kranabifreið var fengin til að fjarlægja bifreiðina.

Þá varð árekstur, einnig á Garðskagavegi, þar sem tvær bifreiðar skullu saman. Ekki urðu slys á fólki en kranabifreið þurfti til að fjarlægja þær.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024