Bíll sviðnaði og rúður sprungu í húsi vegna einnota grills
Eldur kviknaði út frá grilli í Garði eftir að það hafði verið lagt á vörubretti framan við íbúðarhús. Húsráðandinn hafði ætlað að grilla á einnota grilli en lenti í basli með það, hætti við eldamennskuna og lagði grillið á vörubrettin. Eldur gaus upp í brettunum, en nágrannar voru að ljúka við að slökkva hann þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum skemmdist framendi á bifreið, sem stóð þarna nærri, vegna hita. Þá sprungu fimm rúður í íbúðarhúsinu af sömu sökum.