Bíll rispaður og skorið á dekk
Bifreið sem stóð á plani við verkstæði í Reykjanesbæ varð illa fyrir barðinu á skemmdarvörgum í gær. Þeir höfðu skorið á hægra afturdekk og vinstra framdekk. Þá var búið að rispa orðið „svín“ á bílstjórahurð og farþegahurð á vinstri hlið bílsins.
Þá tilkynnti eigandi annarrar bifreiðar um að brotið bjórglas hefði verið á vélarhlíf hennar, þegar að var komið, og var bíllinn rispaður og dældaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málin.