Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 28. desember 2001 kl. 17:11

Bíll inn í garð

Fimmtudaginn 27. desember urðu íbúar Elliðavalla 5 í Keflavík fyrir óskemmtilegri reynslu. Heimilisfólkið hafði verið fjarverandi og við heimkomuna sáu þau að spjöll höfðu verið unnin á gróðri í garðinum og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að bíll hafði farið inn í garðinn. Sá er spjöllunum olli fór af vettvangi án þess að láta vita af óhappinu og er hans nú leitað. Þeir sem kunna að hafa séð atvikið eða vita hver var á ferðinni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík sem rannsakar málið
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024