Mánudagur 7. maí 2001 kl. 11:22
Bíll í veg fyrir bifhjól
Bíl var ekið í veg fyrir bifhjól á Hafnargötunni í gærkvöldi. Ökumaður bifhjólsins féll í götuna en slasaðist lítilsháttar.
Að sögn Karl Hermannssonar, aðstoðarlögregluþjóns í Keflavík, varð slysið með þeim hætti að ökumaður bifreiðarinnar sá ekki bifhjólið þegar hann ók inn á Hafnargötuna.