Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll í óskilum
Sunnudagur 30. maí 2004 kl. 21:52

Bíll í óskilum

Vegfarendur á Grindavíkurvegi ráku upp stór augu í kvöld þegar þeir keyrðu framhjá sportbifreið af tegundinni Ferrari yfirgefinni í vegakanti miðja vegu milli Seltjarnar og Bláa Lónsins. Bifreiðin var sýnd á bílasýningu fyrir stuttu og er metin á heilar 90 milljónir króna.

Er ljósmyndara Víkurfrétta bar að voru margir forvitnir vegfarendur á vettvangi og virtu gripinn fyrir sér, en eigandinn var hvergi sjáanlegur.

Lögreglan mætti á svæðið eftir að bíllinn hafði staðið mannlaus í töluverðan tíma og fjarlægðu hann með dráttarbíl. Samkvæmt bestu heimildum Víkurfrétta fór kúplingin á bílnum í reynsluakstri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024