Bíll fauk út af Grindavíkurvegi
Mikið hvassviðri er núna og um hádegisbil í dag fauk bíll út af Grindavíkurvegi. Bíllinn valt en ökumaður slapp án teljandi meiðsla. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands nær veðrið hámarki í kvöld en það dregur úr vindi í nótt.