Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll dreginn burt eftir harðan árekstur
Miðvikudagur 10. nóvember 2004 kl. 08:45

Bíll dreginn burt eftir harðan árekstur

Harður árekstur varð á mótum Hringbrautar og Skólavegar í Keflavík á sjötta tímanum í gær. Aðra bifreiðina þurfti að fjarlægja af vettvangi með dráttarbifreið. Annað minniháttar umferðaróhapp varð á dagvaktinni að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í gær og skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið þar sem ábyrgðartryggingin var fallin úr gildi.

Í gærkvöld höfðu lögreglumenn afskipti af ökumanni létts bifhjóls á Mávabraut en sá var ökuréttindalaus.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024