Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll brann við Fitjar
Laugardagur 16. nóvember 2013 kl. 17:14

Bíll brann við Fitjar

Eldur kom upp í fólksbifreið á Njarðarbraut við Fitjar nú síðdegis. Ökumaður ók bílnum út í vegarkant eftir að ógangur kom upp í vél bílsins. Skyndilega braust út mikill eldur í vélarhúsi bílsins og varð bíllinn alelda á stuttum tíma.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og réðu slökkviliðsmenn niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Tveir voru í bílnum skv. heimildum Víkurfrétta og sakaði þá ekki. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

Meðfylgjandi myndband af vettvangi er frá vegfaranda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024