Miðvikudagur 3. nóvember 2004 kl. 13:11
Bíll brann í Berghólabeygju
Skömmu eftir hádegi í dag kom eldur upp í bifreið á Garðvegi við Berghólabeygju skammt frá Leiru. Ökumaður bifreiðarinnar varð skyndilega var við brunalykt og skömmu síðar kom eldurinn upp. Ökumann bifreiðarinnar sakaði ekki en ljóst er að bifreiðin er mikið skemmd.
VF-mynd/ Jón Björn