Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bíll brann á Básvegi
Föstudagur 5. ágúst 2005 kl. 23:05

Bíll brann á Básvegi

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út í kvöld vegna bílbruna við gatnamót Básvegar og Hrannarvegar þar sem fólksbíll stóð í ljósum logum. Útkallið barst rétt fyrir kl. 22.

Slökkvilið var ekki lengi að vinna bug á eldinum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var enginn í bílnum. Talið er líklegt að bílnum, sem var nýkominn úr viðgerð, hafi verið ýtt niður brekkuna þar sem eldur hafi verið borinn að honum..

Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar um atvikið er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 420-2450.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024