BÍLIÐN VIÐ HLIÐINA Á TOYOTASALNUM
Bíliðn hefur flutt starfsemi sína í nýtt eigið húsnæði við Njarðarbraut í Njarðvík við hliðina á Toyotasalnum. Í tilefni af flutningunum var viðskiptavinum og iðnaðarmönnum boðið til opnunarhófs um síðustu helgi. Eigendur Bíliðnar eru þau Stefán Þorvaldsson og Guðrún Waage. Bíliðn er þjónustuverkstæði Toyota á Suðurnesjum. Ljósmyndir Hilmar Bragi.