Bílfarmur af rusli við vinsæla gönguleið
Þetta rusl liggur nú á víðavangi við vinsæla og fjölfarna gönguleið í Innri Njarðvík. Það er hreint út sagt ótrúlegt að sjá svona umgengni, segir íbúi á svæðinu sem gekk fram á ruslið í gær.
Í ruslinu eru fjölmargir munir sem eru merktir eiganda sínum, sem samkvæmt símaskrá býr í Hafnarfirði. Sá sem henti ruslinu á þennan stað er hvattur til að fjarlægja það og koma því á viðeigandi móttökustað fyrir rusl.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær.