Bílbruni: Drengurinn í öndunarvél
Drengurinn sem slasaðist í sprengingunni í Grindavík í gær er tengdur öndunarvél á gjörgæslu Landspítala í Fossvogi að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins í dag.
Mikill eldur blossaði upp þegar drengurinn og afi hans hugðust fara inn í húsbíl og brenndust þeir báðir illa, en drengurinn sínu verr.
Í fréttinni á mbl.is segir að talið sé líklegt að gaskútar í bílnum hafi sprungið með þessum afleiðingum.
Mynd úr myndskeiði sem má finna hér