Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílbeltið slitnaði í veltunni
Miðvikudagur 2. ágúst 2006 kl. 12:13

Bílbeltið slitnaði í veltunni

Átján ára karlmaður, sem slasaðist í bílveltu á Sandgerðisvegi í fyrrakvöld, liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er ekki í öndunarvél en ástand hans er óbreytt frá því slysið varð.

Ekki er vitað um tildrög slyssins en bílinn hafnaði utanvegar og kastaðist ökumaðurinn út úr bílnum eftir að bílbeltið slitnaði. Lögreglan í Keflavík, sem fer með rannsókn málsins, segir það að mjög óvenjulegt að bílbelti slitni. Það geti þó gerst ef mikill rykkur kemur á það en bendi ekki endilega til þess að bílbeltið hafi verið í ólagi. Er þessi þáttur slyssins rannsakaður sérstaklega.
Bíllinn er gjörónýtur eftir slysið. Haft er eftir varðstjóra lögreglunnar að hann hefði sjaldan eða aldrei séð bíl eins illa leikinn eftir umferðarslys.

VF-mynd: Hilmar Bragi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024