Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 16. apríl 2004 kl. 17:26

Bílbeltanotkun ökumanna á Hafnargötunni góð

Níu af hverjum tíu ökumönnum nota öryggisbelti á Hafnargötunni, en lögreglan í Keflavík kannaði öryggisbeltanotkun ökumanna á Hafnargötu og á Reykjanesbraut í dag.
Á Reykjanesbraut voru 100 bifreiðar stöðvaðar og voru ökumenn í 10 þeirra ekki í bílbelti. Að sögn Skúla Jónssonar aðalvarðstjóra lögreglunnar í Keflavík voru fleiri ökumenn sem nota ekki bílbelti á Reykjanesbraut en hann hefur séð í langan tíma. Skúli segir að öryggisbeltanotkun á Hafnargötunni fari batnandi þar sem 89% ökumanna sem stöðvaðir voru notuðu bílbelti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024