Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílar skemmdir og  stolið úr þeim
Þriðjudagur 5. mars 2013 kl. 10:03

Bílar skemmdir og  stolið úr þeim

Nokkuð var um skemmdir á bifreiðum og þjófnað úr þeim í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Úr einni þeirra var stolið heyrnartólum, Ipod og fleiri munum. Þá var brotist inn í vöruskemmu í Grindavík, með því að skera gat á segldúk á stafni hennar. Þar inn stóð húsbíll. Hafði verið farið upp á þak hans, brotin upp topplúga og farið þar inn.

Loks var afturrúða brotin í bifreið sem stóð í yfirbyggðri bílageymslu. Grjót fannst við bíllinn, sem líklega hefur verið notað til að vinna skemmdarverkið. Málin eru öll í rannsókn.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024