Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílar skemmdir í Keflavík í nótt
Miðvikudagur 14. maí 2003 kl. 10:15

Bílar skemmdir í Keflavík í nótt

Unnin voru skemmdarverk á þremur bílum í Keflavík í nótt. Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru skemmdarverkin unnin í Grófinni og á Vesturbraut. Gengið var yfir eina bifreiðina og sér verulega á henni. Klukkan hálfsex í morgun voru tveir 16 ára piltar handteknir í Grófinni þar sem þeir voru ölvaðir og höfðu brotið rúðu í bifreið. Lögreglan segir að skemmdarverkin í nótt tengist hugsanlega lokum samræmdra prófa í Grunnskólum landsins. Að öðru leyti var rólegt hjá Lögreglunni í Keflavík í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024