Bílar geymdir í óþökk Vegagerðarinnar á áningarstað ofan Reykjanesbæjar
Áningarstaður við Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar á milli hringtorga við Aðalgötu og Þjóðbraut er á vegum Vegagerðarinnar. Áningarstaðurinn hefur undanfarnar vikur verið notaður til að geyma bifreiðar og er það gert í óþökk Vegagerðarinnar.
„Þessi áningarstaður er á vegum Vegagerðarinnar. Ef einhverjir aðilar eru að leggja bílum þarna í atvinnuskyni þá er það ekki með samþykki Vegagerðarinnar. Við munum skoða málið og gera athugasemdir við viðkomandi,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis hjá Vegagerðinni við Víkurfréttir.
Þá mun Vegagerðin væntanlega setja upp skilti þarna sem takmarka leyfi til að leggja ökutækjum, segir Svanur jafnframt við fyrirspurn Víkurfrétta.