Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bílanaust flytur á Hafnargötu
Mánudagur 11. júlí 2005 kl. 18:36

Bílanaust flytur á Hafnargötu

Bílanaust er ekki einungis að flytja í nýja og stórglæslilega verslun á Bíldshöfða 9 í Reykjavík heldur hefur verslunin í Reykjanesbæ nýlega flutt sig um set.

Búðin er nú staðsett við Hafnargötu 90 og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa að sögn Arnars Steins Sveinbjörnssonar, verslunarstjóra. „Salan jókst um 27% á milli mánaða, en með því að flytja hingað erum við meira miðsvæðis og fólk röltir frekar hingað inn. Við höfum stóraukið vöruúrval okkar í smávörum og enn stendur til að auka framboðið,“ sagði Arnar Steinn og bætti við að verið væri að bæta inn vörum tengdum ferðalögum. „Við sérhæfum okkur einnig í öllum barnavörum sem tengjast bílum, eins og Britax bílastólunum.“ Einnig mátti sjá sætishlífar með skemmtilegum teiknimyndum og púða með sérútbúnu mylluborði.

„Við erum með mikið framboð af Mótorcross vörum og bjóðum upp á hlífðarfatnað jafnt og dekk fyrir hjólin. Það sem er hvað vinsælast hjá okkur eru stólarnir, farangursboxin og dráttarbeislin auk þeirra hefðbundnu bílavarahluta eins og dempara og bremsuklossa,“ sagði Arnar Steinn.

Bílanaust með tvær ferðir á dag til höfuðborgarinnar og því hægt að nálgast þá hluti sem ekki eru til á lager.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024