Bílaleigubílar við Keflavíkurflugvöll lækka í verði
- Verðlækkun sem nemur um 40%
Ferðamaður á leið til Íslands síðustu tvær vikurnar í júní, júlí eða ágúst borgar að jafnaði tæpar 82 þúsund krónur fyrir ódýrasta bílaleigubílinn við Keflavíkurflugvöll ef gengið er frá bókun í dag. Lægsta meðalverðið var hins vegar rúmlega 135 þúsund krónur á sama tíma fyrir þremur árum síðan. Verðlækkunin nemur um 40 af hundraði milli þessara tveggja verðkannana Túrista sem framkvæmdar voru 4. júní 2014 og aftur í dag. Þetta er lækkun upp á 53 þúsund krónur. Á sama tíma hefur íslenska krónan styrkst um 28 prósent gagnvart evru en sú breyting endurspeglast ekki í leiguverðinu því í evrum talið þá hefur ódýrasta tveggja leigan á bílaleigubíl við Keflavíkurflugvöll lækkað um nærri 130 evrur milli kannana.
Nánar má lesa um þetta á vef Túrista