Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bilaðir farfuglar í Keflavík
Þriðjudagur 1. júlí 2008 kl. 10:58

Bilaðir farfuglar í Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það komast ekki allir farfuglarnir klakklaust yfir hafið. Þar á meðal er þessi Raytheon Hawker 800XP einkaþota sem nú stendur utan við nýja aðstöðu Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli.


Bilun kom upp í öðrum mótor þotunnar við komuna til landsins og varð úr að mótorinn var tekinn af vélinni og er nýr mótor væntanlegur til landsins á morgun.


Davíð Jóhannsson, framkvæmdastjóri Suðurflugs, sagði í samtali við Víkurfréttir að atvik sem þessi kæmu annað slagið upp. Þannig hafi t.a.m. önnur þota verið biluð á athafnasvæði Suðurflugs þar til í gær, þegar hún hélt áfram yfir Atlantshafið. 


Myndir: Einkaþotan utan við aðstöðu Suðurflugs í gömlu Knútsstöð á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi