Bíladeildir fyrsta skrefið í Fjölsmiðjunni í Reykjanesbæ

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að undirbúningi að opnun Fjölsmiðju í Grófinni 7 í Reykjanesbæ þar sem ungu fólki gefst tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám, í anda Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem hefur verið rekin sl. 9 ár. 
Fjölsmiðjan í Reykjanesbæ mun hefja starfsemi um leið og gengið hefur verið frá samkomulagi við Vinnumálastofnun. Til að byrja með verða opnaðar bíla- og véladeildir þar sem gert er ráð fyrir að hægt sé að taka við 10 nemendum.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				