Bílabrennuvargur á ferð
Svo virðist sem einhver geri sér að leik að kveika í númerslausum bílum því annað kvöldið í röð var Suðurnesjalögreglu tilkynnt um um eld í bifreið við Bakkastíg í Njarðvík. Bifreiðin var númeralaus og er grunur um að um íkveikju hafi verið að ræða. Kveikt var í annarri bifreið kvöldinu áður á sama stað.
Tveir ökumenn voru kærður fyrir of hraðan akstur gær og mældist annar þeirra á rúmlega 120 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90. Eigendur þriggja bifreiða voru boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar vegna vanrækslu á aðalskoðun.
Tveir ökumenn voru kærður fyrir of hraðan akstur gær og mældist annar þeirra á rúmlega 120 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90. Eigendur þriggja bifreiða voru boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar vegna vanrækslu á aðalskoðun.