Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bílabíó á Vellinum
Fimmtudagur 16. ágúst 2007 kl. 17:45

Bílabíó á Vellinum

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík í samstarfi við Keili, Master Card, Flugmálastjórn Keflavíkur og Sparisjóð Keflavíkur ætla að bjóða uppá ekta bílabíó á gamla varnarsvæðinu í Keflvík þann þriðja október. Þetta er liður í kvikmyndahátíðinni sem hefst 27. september og stendur til 7. október. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í dag.

Kvikmyndin American Graffiti verður sýnd en þetta er ein af fyrstu myndum bandaríska leikstjórans George Lucas en þar má meðal annars sjá Harrison Ford stíga sín fyrstu skref. Myndin þykir ákaflega „amerísk" og því þótti við hæfi að sýna hana á gömlu landsvæði Bandaríkjanna.

Bílabíó var vinsælt fyrirbrigði á fimmta og sjötta áratugnum í Bandaríkjunum.
 
Sýningin fer fram í stærstu byggingu landsins en það er flugskýlið á Vellinum sem bandaríski herinn átti og er mikið mannvirki. Öflugt loftræstikerfi er til staðar enda voru þar áður geymdar risavaxnar orrustuþotur hersins. Flatarmálið er slíkt að það er talið geta rúmað um fimmtán hundruð bíla.

Texti: Visir.is - Mynd: VF/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024