Bíl stolið í Keflavík – fannst á Akureyri
Sendibíl var stolið í Keflavík í gærnótt og fannst hann á Akureyri í í gær. Var bíllinn kyrrstæður og mannlaus þegar hann fannst og var ekki að sjá að hann hefði orðið fyrir skemmdum. Ekki er ólíklegt að bílþjófurinn eða þjófarnir hafi vantað far á útihátíð um Verslunarmannahelgina og því gripið til þessra ráðstafana.
Annars hefur verið rólegt hjá lögreglunni í Keflavík síðasta sólarhringinn. Verður hún með sérstakt eftirlit á Reykjanesbrautinni í dag eins og venjan er fyrir Verslunarmannahelgi.
Annars hefur verið rólegt hjá lögreglunni í Keflavík síðasta sólarhringinn. Verður hún með sérstakt eftirlit á Reykjanesbrautinni í dag eins og venjan er fyrir Verslunarmannahelgi.