Bíl prestsins stolið
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt fyrir tveimur dögum að farið hefði verið í yfirhafnir í fatageymslu kirkjunnar í Keflavík á meðan á fermingarfræðslu stóð. Þaðan var m.a. lyklakippu stolið. Bifreið sóknarprestsins í Keflavík var síðan stolið í gær og er hún ófundin. Fréttastofa RUV greinir frá þessu.
Frá því er greint í Morgunblaðinu í morgun að þjófar séu farnir að sækja í kirkjur og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Látar þeir greipar sópa í fatahengjum á meðan athafnir standa yfir.
Lögreglan á Suðurnesjum leitar að bifreiðinni AE-976 sem er dökkgrá Volvo S60.
Í gærkvöldi handtók lögregla á Suðurnesjum tvo menn vegna líkamsárásar. Höfðu þeir ráðist á þann þriðja og veitt honum nokkra áverka. Árásaraðilar voru vistaðir í fangahúsi.
Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu í gær, annað á Ásbrú en hitt í Keflavík. Um var að ræða þjófnað á flatskjám og peningum.