Bíl ekið ofan í djúpan skurð
Bifreið var ekið ofan í 3-4 metra djúpan skurð á Njarðarbraut í Njarðvík undir miðnætti.Bifreiðinni var ekið Njarðarbraut til suðurs en á móts við Steypustöð Suðurnesja hefur vegurinn verið grafinn sundur og er þar djúpur skurður. Bifreiðin hafnaði ofan í skurðinum. Kallað var eftir sjúkrabíl og tækjabíl með klippum en kona á miðjum aldri, sem var ein í bílnum, komst að sjálfsdáðum út úr bifreiðinni.
Bifreiðin er mikið skemmd eftir óhappið en erfiðlega gekk að ná bílnum úr skurðinum.
Merkingar verktaka á vettvangi voru fábrotnar þar sem bifreiðinni var ekið í skurðinn en öllu verklegri á hinum bakkanum þar sem beltagrafa og sandhaugar vörnuðu því að bílar færu fram af bakkanum. Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins.
Bifreiðin er mikið skemmd eftir óhappið en erfiðlega gekk að ná bílnum úr skurðinum.
Merkingar verktaka á vettvangi voru fábrotnar þar sem bifreiðinni var ekið í skurðinn en öllu verklegri á hinum bakkanum þar sem beltagrafa og sandhaugar vörnuðu því að bílar færu fram af bakkanum. Lögreglan í Keflavík fer með rannsókn málsins.