Bikardráttur
Dregið var í 16 liða úrslit Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu í hádeginu í dag. Keflvíkingar mæta Íslands- og bikarmeisturum KR í Vesturbænum og Grindvíkingar mæta Frömurum á Laugardalsvelli. RKV eða Grindavík mæta síðan KR í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna, en Suðurnesjaliðin berjast um sæti í 8-liða úrslitunum nk. föstudagskvöld.