Bifreiðum illa lagt
				
				Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af bifreiðum sem var illa lagt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sl. Föstudag. Þremur bifreiðum var lagt upp í grasi á vegkanti, en á skilti sem stendur þar við kemur fram að bannað er að leggja bifreiðum á þessum stað. Lögreglan tók myndir af bifreiðunum og sektaði eigendur bifreiðanna. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				