Bifreiðastöður við Reynidal verði bannaðar
Reykjanesbær leggur til að bifreiðastöður verði bannaðar við Reynidal. Nokkuð hefur verið um að bílum er lagt við götu í Reynidal en ekki á bílastæðum innan lóða. „Athæfið þrengir að umferð um götuna og getur skapað hættu fyrir aðra vegfarendur. Sveitarfélaginu hafa borist ítrekaðar kvartanir og ábendingar vegna þessa og er því lagt til að bifreiðastöður verði bannaðar við götuna Reynidal. Engin erindi eða ábendingar hafa borist frá íbúum nærliggjandi húsa að skortur sé á bílastæðum innan lóða,“ segir í tillögu sem umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt.