Bifreiðastæði læknavaktar vanvirt
Að undanförnu hafa gestir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tekið upp á því að leggja í bílastæði sem sérstaklega eru ætluð bifreiðum læknavaktar Heilbrigðisstofnunarinnar og eru sérmerkt læknavaktinni. Þetta kemur sér mjög illa fyrir lækna Heilbrigðisstofnunarinnar, en í mörgum tilfellum þurfa læknar að leggja þarna í mikilli neyð og getur því skapast öngþveiti á bílastæði HSS.Að sögn Jóhanns Einvarðssonar, framkvæmdarstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar, eru menn þar á bæ orðnir töluvert þreyttir á þessu máli og þeirri vanvirðingu hjá fólki að leggja í þessi stæði, hann ítrekaði þó að í sumar væri verið að bjóða út bílastæði fyrir framan D-álmu og að þá myndi bílastæðakostur stofnunarinnar batna til muna. Jóhann vildi þó að fólk sýndi þessu þolinmæði og leggji ekki bifreiðum sínum í stæðin sem um ræðir enda eru þau vel merkt.