Bifreið verður að flaki við Keflavíkurhöfn
Síðustu vikur hefur bifreið staðið í vegarkanti neðan við annað af háhýsunum við Pósthússtræti í Reykjanesbæ. Þegar bifreiðinni var lagt í kantinn var hún heilleg að sjá en síðustu vikur hefur bifreiðin verið heimsótt oft af skemmdarvörgum. Nú er svo komið að allar rúður eru brotnar, auk þess sem búið er að rífa hluta af innréttingu úr bílnum. Bifreiðin er á númerum og þannig örugglega á skrá. Enginn virðist hins vegar hirða um bílinn og er hann því að verða að hálfgerðu flaki fyrir utan gluggana hjá íbúum við Pósthússtræti og þeira sem leið eiga um hafnarsvæðið í Keflavík.
VF-mynd: Hilmar Bragi
VF-mynd: Hilmar Bragi