Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bifreið stolið í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 22. ágúst 2013 kl. 09:50

Bifreið stolið í Reykjanesbæ

Lögreglan á Suðurnesjum er með til rannsóknar nytjastuld og eignaspjöll á bifreiðinni JF-755. Bifreiðinni var stolið frá Hátúni í Reykjanesbæ aðfaranótt miðvikudags en fannst skemmd fyrir utan Eyktartröð á Ásbrú þar sem búið var að aka bifreiðinni JF-755 á aðra bifreið. Lögreglan  biður alla er kunna að hafa upplýsingar um nytjastuld á bifreiðinni JF-755 að hafa samband í síma 420 1800. Meðfylgjandi ljósmynd er af samskonar bifreið og JF-755.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024