Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bifreið stolið í nótt
Miðvikudagur 14. ágúst 2002 kl. 10:02

Bifreið stolið í nótt

Bifreið af gerðinni Toyota Corolla Gti árgerð 1988 var stolið úr innkeyrslu að Langholti 11 í nótt. Var bíllinn læstur og því hafa væntanlega verið vanir menn að verki enda þarf nokkra lægni við að komast inní bíl og gangsetja hann án lykils.
Jón Einar Sverrisson, eigandi bílsins, tók eftir því í morgun þegar hann ætlaði í vinnu að bíllinn var horfinn og hringdi hann því strax í neyðarlínuna sem tók niður upplýsingarnar og sagði honum að byrja að leita. Mjög fáir slíkir bílar eru eftir á landinu og því má ætla að sá sem stal bílnum hafi ætlað að nota hann í varahluti eða eitthvað slíkt. Að sögn lögreglu er þegar hafin leit að bílnum og vonast þeir til að finna hann á næstunni en leitin er um öll Suðurnesin.
Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um bílinn eða tóku eftir einhverjum óvanalegum mannaferðum á Langholtinu þessa nótt eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögreglu eða Jón Einar sjálfan í síma 862-6951.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024