Bifreið rann inn í anddyri Bónuss
Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum en engin alvarleg slys á fólki í þeim. Mannlaus bifreið rann til dæmis inn í anddyri Bónuss í Njarðvík og olli þar talsverðum usla og skemmdum.
Þá rákust snjómoksturstæki og bifreið saman á Reykjanesbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Á Aðalgötu í Keflavík varð harður árekstur þegar bifreið var ekið aftan á aðra og tveir ökumenn óku á vegrið á Reykjanesbraut.